Afar sátt við Cbeebies

Við búum í Edinborg í Skotlandi í vetur og horfum á hverju kvöldi á Bedtime Hour sem Cerrie Burnell og samstarfsmaður hennar stýra.  Um er að ræða þátt milli klukkan 18 og 19 á kvöldin áður en stöðin hættir útsendingum klukkan 19.  Þarna eru teiknimyndir í rólegri kantinum og síðan koma stjórnendurnir tveir fram á milli þátta og gera eitthvað sem oft tengist því að undirbúa sig fyrir háttinn.

Það vakti athygli okkar þegar núverandi stjórnendur byrjuðu með þáttinn um áramótin síðustu.  Ein ástæða þess var einmitt sú að leikkonan er einhent.  Hún er með stuttan "stubb" á hægri hendi.  Samt gerir hún allt sem hún þarf að gera, brosir og leikur við krakkana eins og hressar stelpur í hennar stöðu gera.

Við höfðum sérstaklega orð á því hvað okkur fannst það virðingarvert af BBC sem rekur barnastöðina CBeebies, að vera með einhentan þáttastjórnanda.  Slíkt er klárlega til þess fallið að kenna krökkunum að einhent fólk er til, það er virkt í þjóðfélaginu og jafneðlilegt og allir aðrir.  Til þess þurfa foreldrarnir auðvitað að ræða við börnin sín en það virðist hafa klikkað hjá einhverjum ef þessi frétt á við rök að styðjast. 


mbl.is Ósátt við einhenta sjónvarpskonu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband