19.5.2008 | 19:20
Magnús makalausi - Flóttamenn til Akraness - Ekkert mál!
Skv. Hagstofunni fjölgaði íbúum á Akranesi úr 5.955 í 6.345 á milli áranna 2006 og 2007, alls um 390 manns á þessu eina ári. Árin á undan fjölgaði um 127 milli 2004 og 2005 og 173 íbúa 2005 til 2006.
Að halda að samfélagið ráði ekki við að nokkrar konur flytji þangað með börnin sín, samtals um 30 manns er auðvitað fráleitur málflutningur og hefur ekkert með hæfni samfélagsins að gera til að taka á móti fólkinu.
Þá er bara eitt eftir sem getur verið ástæðan fyrir þessum málflutningi Magnúsar og það er almennt viðhorf gagnvart því að þessir tilteknu einstaklingar taki upp búsetu á Akranesi því ekki hefur mér sýnst hann hafa mikið á móti annarri fjölgun í bæjarfélaginu.
Skelfilegt!
15.5.2008 | 23:27
Efast um að 89% fullorðinna Íslendinga geti staðsett Sviss á korti
Margir Bretar vita ekki að Ísland er í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2008 | 19:23
5 ástæður þess að Sjálfstæðisflokkurinn ætti mynda nýjan meirihluta með Samfylkingu
Helsta tækifærið í þessari stöðu er að Sjálfstæðismenn slíti núverandi meirihluta með þeim rökum að hann skorti festu og styrk og myndi heildstæðan og sterkan meirihluta með Samfylkingu. Þá væri þar sama mynstur og í landsmálunum sem myndi að öllum líkindum t.d. leysa öll vandamál varðandi Sundabraut.
Sjálfstæðismennirnir gætu þess vegna gert Dag að borgarstjóra vegna þess að a) hann var svo stutt síðast að hann náði ekki að klúðra neinu þar sem hvergi var komið að uppskerunni eða skuldadögunum þegar hann hætti og b) þá leysist vandamál borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins varðandi það hvort Villi, Gísli Marteinn eða Hanna Birna eigi að verða borgarstjórar.
Þarna væri því hægt að slá alla vega fimm flugur í einu höggi:
1) Losna við það að vera háð duttlungunum í Ólafi F.
2) Láta Dag þurfa að sýna fram á raunverulegan árangur (eða skort á honum) í næstu kosningum.
3) Losna við ákvörðunina um það hvaða Sjálfstæðismaður á að taka við sem borgarstjóri.
4) Eyða algjörlega áhrifum litlu flokkanna í borgarstjórn; Ólafs, VG og Framsóknar.
5) Koma á starfhæfum meirihluta í Reykjavík sem hefði færi á að taka raunverulegar ákvarðanir.
Nema auðvitað að Dagur segi bara nei og haldi sig á hliðarlínunni til næstu kosninga. Þá gæti hann baðað sig í ljómanum í næstu kosningum, náð 40-50% fylgi í Reykjavík og staðið með pálmann í höndunum sem framtíðar formannsefni flokksins.
Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2008 | 12:05
Frábært Gísli!
Það er gott að við getum orðið að liði þarna suðurfrá með einn af okkar bestu mönnum. Gísli er svo sannarlega góður fulltrúi okkar á staðnum. Svei mér þá ef það að vita af honum þarna er ekki ástæða til að hækka styrk manns til átakasvæðisins.
Styðjum við bakið á okkar manni og styðjum við hjálparstarf Rauða krossins í Búrma.
Íslendingur stýrir stuðningi Microsoft við Búrma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2008 | 09:09
Þá flytja íslenskir bændur út í staðinn
Hvaða hræðsla er þetta? Íslenskir bændur framleiða framúrskarandi vörur og miðað við að samdrátturinn verði 20-40% þá er verið að áætla að 60-80% íslenskra neytenda muni halda áfram að velja íslenskar vörur þrátt fyrir samkeppnina.
Bændur eiga að taka þessu fagnandi og leggja Evrópu að fótum sér. Hreinn og eiturefnalaus íslenskur landbúnaður er mjög vel samkeppnishæfur í Evrópu.
Bændur uggandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2008 | 19:08
Sprengja í farangri LSH lengi
Það hefur verið sprengja í farangri LSH lengi. Í öllum kjarasamningum allra stéttarfélaga landsins er kveðið á um vinnutímatilskipun ESB þar sem t.d. er kveðið á um 11 tíma hvíld á sólarhring svo fátt eitt sé nefnt. Þetta telst eðlilegt vinnuumhverfi í nútímasamfélagi og enginn hefur áhuga á að fara til baka í gömlu dagana. Hægt er að veita undanþágu sé um að ræða tímabundna törn t.d. í einhvers konar tímabundnum neyðartilfellum.
Á meðan vinnumarkaðurinn hefur verið að laga sig að þessu undanfarinn áratug eða svo hefur LSH dagað uppi á einhverju undanþáguákvæði og haldið áfram að keyra á fáránlega löngum vöktum bæði lækna og hjúkrunarfólks sem að veitir ekki af hvíldinni í sínu mjög svo krefjandi starfi.
Eins og ég sé þetta er landslagið einhvern veginn svona:
- Launin eru mjög lág og eina leiðin til að lifa af er að vinna svakalega yfirvinnu.
- Þeir fáu sem ekki hafa hætt (oftast af Florence Nightengale ástæðum) hafa því kallað eftir því að geta unnið mjög langan vinnutíma.
- LSH hefur því haldið dæminu gangandi á undanþáguákvæðinu með samþykki fólksins sem metið hefur ástandið svo að ætli það að vinna í þessari stétt á annað borð þá sé þetta það umhverfi sem sé í boði.
- Mjög margir hafa hætt störfum eða hætt við að mennta sig í þessum geira vegna lágra launa og rosalegs vinnutíma. Það hefur leitt af sér mjög lítið framboð á fólki í þessi störf og því viðvarandi manneklu.
- Lítið framboð og mannekla leiðir af sér að...
- Sjúkrahúsið þarf að ná þeim vinnutíma sem hægt er út úr mannskapnum til þess hreinlega að manna þau verkefni sem nauðsynlegt er að framkvæma. Því þarf spítalinn hvern og einn í langan tíma þar sem hinir eru farnir og engir aðrir í boði.
- Samningsstaða starfsfólksins gagnvart sínum næstu yfirmönnum (sem bera ábyrgð á því að verkin séu framkvæmd) er mjög góð (vegna manneklu) og því hafa yfirmennirnir reynt að múta fólki með því að bjóða því 60% starf en láta það vinna 150% vinnu þar sem megnið er á yfirvinnulaunum þar sem spítalinn má ekki við því að missa þessa fáu sem eftir eru.
Það er auðvitað algjörlega ljóst að þetta kerfi allt saman er gjörsamlega komið í gjaldþrot og getur ekki annað en sprungið í loft upp á einhverjum tímapunkti. Kannski er sá tímapunktur kominn.
Án þess að hafa tölur um það hlýtur þetta skipulag að leiða til mikilla veikindafjarvista starfsfólks (það bara getur ekki annað verið). Það leiðir líka til þess að stór hluti vinnunar fer fram í yfirvinnu sem er 80% kostnaðarsamari en dagvinna. Hvort tveggja hlýtur að hafa verulegan kostnað í för með sér sem hugsanlega væri hægt að nýta í annað. Þá er ónefnt að þetta hlýtur að koma niður á getu þessa fólks til að veita þjónustu þótt frammistaðan sé reyndar með ólíkindum góð miðað við ástandið.
Með þessu nýja vaktakerfi var togað í einn spottann í flækjunni og þá hrinur dæmið til grunna.
Eigi að koma til móts við vinnutímaákvæðin þegar þú hefur ekki úr fleira fólki að moða og enginn vill bætast í hópinn þá hlýtur að þurfa að fækka fólki í verkefnunum. Fleira fólk er einfaldlega ekki til. Þegar dregið er úr yfirvinnunni hverfur forsenda starfsfólksins til að það geti sinnt þessu starfi og haft í sig og á.
Það þarf að gera tvennt:
- Hækka launin hjá þessum hópi verulega svo hann lifi það af að vinna skikkanlegan vinnutíma.
- Laga vaktakerfið að nútímanum og láta það uppfylla vinnutímatilskipunina.
Þetta ætti að leiða til þess að framboð á fólki í störfin eykst þar sem vinnuaðstæður og laun hafa batnað sem aftur leiðir til þess að hægt er að hafa nægilega margt starfsfólk til að sinna verkunum, ólíkt því sem nú var verið að skipuleggja. Hvernig brúa á tímabilið frá því skipulaginu er breytt þangað til framboð eykst á starfsfólki veit ég ekki.
Það þarf því að skera þetta upp frá grunni. Það er auðvitað risavaxið verkefni, fokdýrt og hreint ekki einfalt en það verður að gera það. Öðruvísi leysist þessi vítahringur aldrei.
Ég er ekki sérfræðingur en ég held að þetta sé það sem deila hjúkrunarfræðinga snýst um.
Hjúkrunarfræðingar fóru aftur á fund ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2008 | 05:11
Af hverju klöppuðu þeir þá og hvöttu hann áfram?
Af hverju klöppuðu þeir þá og hvöttu hann áfram þegar hann réðst á lögregluþjóninn?
Sjá myndband hér.
Sturla: Ekki á okkar ábyrgð" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2008 | 16:24
Mogginn og 24 stundir sameinuð í fríblað innan 5 ára!
Ég spái því að Mogginn og 24 stundir verði sameinuð í eitt fríblað - Morgunblaðið - innan 5 ára.
Nýja kynslóðin kann ekki að borga fyrir dagblöð heldur koma tekjur af auglýsingum. Nú er verið að byggja upp lesendahóp 24 stunda á meðan lesendahópur Moggans minnkar, m.a. vegna þess að áskrifendurnir eru komnir á aldur. Það getur ekki endað með öðru en að hóparnir og blöðin renni saman í eitt. Ég spái því að það gerist innan 5 ára.
Ólafur nýr ritstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2008 | 15:45
Með barn í miðjum mótmælum
Hvað í ósköpunum var konan að gera með barn inni í miðjum mótmælunum. Er ekki allt í lagi?
Það er rétt hjá honum, almenningur er búinn að fá nóg...af trukkabílstjórunum.
Alltof harkalegar aðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2008 | 12:35
Kæra þá!
Það er engin ástæða til annars en að kæra þessa menn. Það er búið að aðvara þá oft og ekki hægt að gera það endalaust. Þegar þeir eru síðan farnir að kasta grjóti í lögregluna þá er kominn tími til að segja stopp.
Lögreglan á að bjóða þeim að fjarlægja bílana annars verði þeir einfaldlega gerðir upptækir þar sem þeir nota þá til að loka veginum.
Lögreglumaður á slysadeild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |